Kitlar í tærnar að byrja aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Dagný Brynjarsdóttir með frumburðinn. Drengurinn kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það gekk allt vel og ég held að ég gæti ekki haft það betra. Mér er sagt að þetta sé draumabarn. Hann er mjög góður og það heyrist varla í honum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir um lífið eftir að fyrsta barn hennar kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Dagný var dugleg að æfa á meðgöngunni og eftir að drengurinn fæddist. Meiðsli í spjaldhrygg hafa þó látið á sér kræla. „Mér líður vel og er búin að vera að æfa. Ég finn reyndar enn aðeins til aftan í spjaldhryggnum þar sem ég meiddist í fyrra,“ segir Dagný sem æfði með karla- og kvennaliðum Selfoss á meðgöngunni. „Þegar ég var komin á þrettándu viku hætti ég að æfa með meistaraflokki karla og fór að æfa með stelpunum. Ég mætti einu sinni til tvisvar í viku þangað til á 30. viku. Svo fæddi ég á 36. viku. Ég lyfti þrisvar í viku og æfði í heildina 5-6 sinnum í viku á meðgöngunni,“ segir Dagný. Rangæingurinn var svo fljót að byrja að æfa á ný eftir að drengurinn kom í heiminn. „Ég byrjaði að fara út í göngutúra fjórum dögum eftir að ég átti og gerði það og styrktaræfingar heima fyrstu 10 dagana,“ segir Dagný. „Mig langaði svo í fótbolta á meðgöngunni. Eftir að hann fæddist var maður ekki jafn spenntur en nú er mann farið að kitla mikið í tærnar.“Dagný í búningi Portland ThornsPortland ThornsÞann 1. september næstkomandi mætir Ísland Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM 2019. Íslenska liðið er á toppi síns riðils með 16 stig, einu stigi meira en það þýska, og með sigri í leiknum á Laugardalsvellinum tryggja Íslendingar sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Jafntefli myndi líka henta Íslandi vel en þá þyrfti liðið að vinna Tékkland þremur dögum síðar til að tryggja farseðilinn til Frakklands þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Um einn og hálfur mánuður er í Þýskalandsleikinn og Dagný er hóflega bjartsýn að ná honum og vonast að sjálfsögðu til þess. „Auðvitað horfi ég á það og mér líður vel í líkamanum. Ég nenni ekki að byrja og verða verri í spjaldhryggnum. Ég veit að um leið og ég verð góð þar verð ég góð til að spila. Ég finn ekki fyrir þessu nema þegar ég geri of mikið. Ég er ágætlega bjartsýn,“ segir Dagný. „Ef ég verð ekki valin hef ég enga ástæðu til að vera fúl af því að ég veit að ég hafði bara 11 vikur. En auðvitað kitlar það að taka þátt í þessu.“ Dagný lék með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni 2016 og 2017 og varð meistari með liðinu síðara árið. Samningur hennar við Portland er útrunninn en félagið hefur áhuga á að halda Dagnýju.Sjá einnig: Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár „Ég var orðin samningslaus. Ég var að fara að skrifa undir þegar ég komst að því að ég var ólétt. Þau eru búin að vera í góðu sambandi við mig,“ segir Dagný og bætir við að lið í Svíþjóð hafi sett sig í samband og viljað fá hana til að spila seinni hluta tímabilsins þar í landi. Hún hafi hins vegar hafnað þeim tilboðum og stefnir á að spila erlendis eftir áramót. „Ég stefni á að fara út eftir áramót. Það er spennandi að fara til Portland því ég þekki umhverfið og allt þar. En það er erfitt að segja. Núna þarf að maður að hugsa um fleiri en mann sjálfan. Núna horfi ég kannski meira á samningana heldur en ég hef gert,“ segir Dagný. Svo gæti farið að hún klári tímabilið í Pepsi-deildinni með Selfossi sem hún lék með 2014 og 2015. „Ég er í viðræðum við Selfoss og vonandi næ ég einhverjum leikjum í Pepsi-deildinni,“ segir Dagný sem samdi við Selfoss í gærkvöldi. „Auðvitað vonast ég til að spila í ágúst og auðvitað langaði mig að spila í júlí en á meðan ég finn til í spjaldhryggnum er ég ekki að fara að gera það,“ segir Dagný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
„Það gekk allt vel og ég held að ég gæti ekki haft það betra. Mér er sagt að þetta sé draumabarn. Hann er mjög góður og það heyrist varla í honum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir um lífið eftir að fyrsta barn hennar kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Dagný var dugleg að æfa á meðgöngunni og eftir að drengurinn fæddist. Meiðsli í spjaldhrygg hafa þó látið á sér kræla. „Mér líður vel og er búin að vera að æfa. Ég finn reyndar enn aðeins til aftan í spjaldhryggnum þar sem ég meiddist í fyrra,“ segir Dagný sem æfði með karla- og kvennaliðum Selfoss á meðgöngunni. „Þegar ég var komin á þrettándu viku hætti ég að æfa með meistaraflokki karla og fór að æfa með stelpunum. Ég mætti einu sinni til tvisvar í viku þangað til á 30. viku. Svo fæddi ég á 36. viku. Ég lyfti þrisvar í viku og æfði í heildina 5-6 sinnum í viku á meðgöngunni,“ segir Dagný. Rangæingurinn var svo fljót að byrja að æfa á ný eftir að drengurinn kom í heiminn. „Ég byrjaði að fara út í göngutúra fjórum dögum eftir að ég átti og gerði það og styrktaræfingar heima fyrstu 10 dagana,“ segir Dagný. „Mig langaði svo í fótbolta á meðgöngunni. Eftir að hann fæddist var maður ekki jafn spenntur en nú er mann farið að kitla mikið í tærnar.“Dagný í búningi Portland ThornsPortland ThornsÞann 1. september næstkomandi mætir Ísland Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM 2019. Íslenska liðið er á toppi síns riðils með 16 stig, einu stigi meira en það þýska, og með sigri í leiknum á Laugardalsvellinum tryggja Íslendingar sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Jafntefli myndi líka henta Íslandi vel en þá þyrfti liðið að vinna Tékkland þremur dögum síðar til að tryggja farseðilinn til Frakklands þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Um einn og hálfur mánuður er í Þýskalandsleikinn og Dagný er hóflega bjartsýn að ná honum og vonast að sjálfsögðu til þess. „Auðvitað horfi ég á það og mér líður vel í líkamanum. Ég nenni ekki að byrja og verða verri í spjaldhryggnum. Ég veit að um leið og ég verð góð þar verð ég góð til að spila. Ég finn ekki fyrir þessu nema þegar ég geri of mikið. Ég er ágætlega bjartsýn,“ segir Dagný. „Ef ég verð ekki valin hef ég enga ástæðu til að vera fúl af því að ég veit að ég hafði bara 11 vikur. En auðvitað kitlar það að taka þátt í þessu.“ Dagný lék með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni 2016 og 2017 og varð meistari með liðinu síðara árið. Samningur hennar við Portland er útrunninn en félagið hefur áhuga á að halda Dagnýju.Sjá einnig: Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár „Ég var orðin samningslaus. Ég var að fara að skrifa undir þegar ég komst að því að ég var ólétt. Þau eru búin að vera í góðu sambandi við mig,“ segir Dagný og bætir við að lið í Svíþjóð hafi sett sig í samband og viljað fá hana til að spila seinni hluta tímabilsins þar í landi. Hún hafi hins vegar hafnað þeim tilboðum og stefnir á að spila erlendis eftir áramót. „Ég stefni á að fara út eftir áramót. Það er spennandi að fara til Portland því ég þekki umhverfið og allt þar. En það er erfitt að segja. Núna þarf að maður að hugsa um fleiri en mann sjálfan. Núna horfi ég kannski meira á samningana heldur en ég hef gert,“ segir Dagný. Svo gæti farið að hún klári tímabilið í Pepsi-deildinni með Selfossi sem hún lék með 2014 og 2015. „Ég er í viðræðum við Selfoss og vonandi næ ég einhverjum leikjum í Pepsi-deildinni,“ segir Dagný sem samdi við Selfoss í gærkvöldi. „Auðvitað vonast ég til að spila í ágúst og auðvitað langaði mig að spila í júlí en á meðan ég finn til í spjaldhryggnum er ég ekki að fara að gera það,“ segir Dagný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47
Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00
Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30