Erfið staða Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2018 10:00 Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun