Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana! Birgir Guðjónsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar