Skiptir sumarlestur máli? Bjartey Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar