Evrópusambandið og við Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2018 07:00 Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar