Evrópusambandið og við Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2018 07:00 Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar