Nei, það var ekki allt betra í gamla daga! Sigríður Pétursdóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun