Nei, það var ekki allt betra í gamla daga! Sigríður Pétursdóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar