Nei, það var ekki allt betra í gamla daga! Sigríður Pétursdóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun