Sendiherra vill að sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi Haraldur Ólafsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablaðið 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á að allt í svokölluðum þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítið, eiginlega ekki neitt. Nógu mikið er það samt til að sendiherranum er í mun að málið nái fram að ganga á Alþingi. Hér er því fyrst að svara að valdaframsal er valdaframsal, þótt færa megi fyrir því rök að það gæti verið meira en það er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og þegar búið er að færa hluta valdsins til útlanda, er viðbúið, að upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiðis deilu úrskurðar Evrópusambandið sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarað því hvaða afleiðingar valdaframsalið getur haft þegar til lengri tíma er litið.Orkuverð mun hækka Sendiherrann segir að megintilgangur orkubálksins sé að veita neytendum ódýra og örugga orku. Það á ef til vill við um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpið að orkuverð á Íslandi mun hækka mjög mikið daginn sem sæstreng verður stungið í samband. Svo vill reyndar til að sæstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáætlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ætlast til að þeir sem eigi aðild að áætlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi þetta allt saman, því hann tekur á sig krók til að tilkynna að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu og einmitt þess vegna sé ekkert að óttast þótt sæstrengur verði lagður til Bretlands. Því er til að svara að raforkuviðskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eða England verða í Evrópusambandi eftir tvö eða tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leið úr Evrópusambandinu yrði auk þess aðeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og þegar tenging af þessu tagi kemst á verður of seint að iðrast þess að hafa, fullkomlega að nauðsynjalausu, afsalað sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í þessu samhengi að rifja upp að hér er um að ræða sama ríkjasamband sem reyndi af alefli að knýja Íslendinga til að samþykkja fjárkröfu sem nam hálfum öðrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síðan. Það vill þetta enginn Sendiherrann gleðst yfir því að ráðgjafi ráðherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í því sambandi ber að rifja upp að landsfundur flokks ráðherrans samþykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráða yfir íslenskum orkumálum. Um það bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda þeirra flokka sem finnst Evrópusambandið vera áhugaverður kostur. Svo mikill vafi leikur á lögmæti valdaframsalsins í þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstaða Íslendinga við valdaframsal í orkumálum að varla verður hjá því komist að leita fulltingis dómstóla eða forseta Íslands til að hrinda lögunum, fari svo ógæfulega að þau verði samþykkt á Alþingi.Höfundur er formaður Heimssýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00 Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Þökk sé sendiherra ESB fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. 12. júní 2018 07:00 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablaðið 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á að allt í svokölluðum þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítið, eiginlega ekki neitt. Nógu mikið er það samt til að sendiherranum er í mun að málið nái fram að ganga á Alþingi. Hér er því fyrst að svara að valdaframsal er valdaframsal, þótt færa megi fyrir því rök að það gæti verið meira en það er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og þegar búið er að færa hluta valdsins til útlanda, er viðbúið, að upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiðis deilu úrskurðar Evrópusambandið sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarað því hvaða afleiðingar valdaframsalið getur haft þegar til lengri tíma er litið.Orkuverð mun hækka Sendiherrann segir að megintilgangur orkubálksins sé að veita neytendum ódýra og örugga orku. Það á ef til vill við um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpið að orkuverð á Íslandi mun hækka mjög mikið daginn sem sæstreng verður stungið í samband. Svo vill reyndar til að sæstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáætlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ætlast til að þeir sem eigi aðild að áætlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi þetta allt saman, því hann tekur á sig krók til að tilkynna að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu og einmitt þess vegna sé ekkert að óttast þótt sæstrengur verði lagður til Bretlands. Því er til að svara að raforkuviðskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eða England verða í Evrópusambandi eftir tvö eða tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leið úr Evrópusambandinu yrði auk þess aðeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og þegar tenging af þessu tagi kemst á verður of seint að iðrast þess að hafa, fullkomlega að nauðsynjalausu, afsalað sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í þessu samhengi að rifja upp að hér er um að ræða sama ríkjasamband sem reyndi af alefli að knýja Íslendinga til að samþykkja fjárkröfu sem nam hálfum öðrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síðan. Það vill þetta enginn Sendiherrann gleðst yfir því að ráðgjafi ráðherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í því sambandi ber að rifja upp að landsfundur flokks ráðherrans samþykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráða yfir íslenskum orkumálum. Um það bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda þeirra flokka sem finnst Evrópusambandið vera áhugaverður kostur. Svo mikill vafi leikur á lögmæti valdaframsalsins í þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstaða Íslendinga við valdaframsal í orkumálum að varla verður hjá því komist að leita fulltingis dómstóla eða forseta Íslands til að hrinda lögunum, fari svo ógæfulega að þau verði samþykkt á Alþingi.Höfundur er formaður Heimssýnar
Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00
Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Þökk sé sendiherra ESB fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. 12. júní 2018 07:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun