Sendiherra vill að sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi Haraldur Ólafsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablaðið 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á að allt í svokölluðum þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítið, eiginlega ekki neitt. Nógu mikið er það samt til að sendiherranum er í mun að málið nái fram að ganga á Alþingi. Hér er því fyrst að svara að valdaframsal er valdaframsal, þótt færa megi fyrir því rök að það gæti verið meira en það er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og þegar búið er að færa hluta valdsins til útlanda, er viðbúið, að upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiðis deilu úrskurðar Evrópusambandið sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarað því hvaða afleiðingar valdaframsalið getur haft þegar til lengri tíma er litið.Orkuverð mun hækka Sendiherrann segir að megintilgangur orkubálksins sé að veita neytendum ódýra og örugga orku. Það á ef til vill við um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpið að orkuverð á Íslandi mun hækka mjög mikið daginn sem sæstreng verður stungið í samband. Svo vill reyndar til að sæstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáætlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ætlast til að þeir sem eigi aðild að áætlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi þetta allt saman, því hann tekur á sig krók til að tilkynna að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu og einmitt þess vegna sé ekkert að óttast þótt sæstrengur verði lagður til Bretlands. Því er til að svara að raforkuviðskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eða England verða í Evrópusambandi eftir tvö eða tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leið úr Evrópusambandinu yrði auk þess aðeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og þegar tenging af þessu tagi kemst á verður of seint að iðrast þess að hafa, fullkomlega að nauðsynjalausu, afsalað sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í þessu samhengi að rifja upp að hér er um að ræða sama ríkjasamband sem reyndi af alefli að knýja Íslendinga til að samþykkja fjárkröfu sem nam hálfum öðrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síðan. Það vill þetta enginn Sendiherrann gleðst yfir því að ráðgjafi ráðherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í því sambandi ber að rifja upp að landsfundur flokks ráðherrans samþykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráða yfir íslenskum orkumálum. Um það bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda þeirra flokka sem finnst Evrópusambandið vera áhugaverður kostur. Svo mikill vafi leikur á lögmæti valdaframsalsins í þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstaða Íslendinga við valdaframsal í orkumálum að varla verður hjá því komist að leita fulltingis dómstóla eða forseta Íslands til að hrinda lögunum, fari svo ógæfulega að þau verði samþykkt á Alþingi.Höfundur er formaður Heimssýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00 Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Þökk sé sendiherra ESB fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. 12. júní 2018 07:00 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablaðið 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á að allt í svokölluðum þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítið, eiginlega ekki neitt. Nógu mikið er það samt til að sendiherranum er í mun að málið nái fram að ganga á Alþingi. Hér er því fyrst að svara að valdaframsal er valdaframsal, þótt færa megi fyrir því rök að það gæti verið meira en það er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og þegar búið er að færa hluta valdsins til útlanda, er viðbúið, að upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiðis deilu úrskurðar Evrópusambandið sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarað því hvaða afleiðingar valdaframsalið getur haft þegar til lengri tíma er litið.Orkuverð mun hækka Sendiherrann segir að megintilgangur orkubálksins sé að veita neytendum ódýra og örugga orku. Það á ef til vill við um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpið að orkuverð á Íslandi mun hækka mjög mikið daginn sem sæstreng verður stungið í samband. Svo vill reyndar til að sæstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáætlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ætlast til að þeir sem eigi aðild að áætlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi þetta allt saman, því hann tekur á sig krók til að tilkynna að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu og einmitt þess vegna sé ekkert að óttast þótt sæstrengur verði lagður til Bretlands. Því er til að svara að raforkuviðskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eða England verða í Evrópusambandi eftir tvö eða tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leið úr Evrópusambandinu yrði auk þess aðeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og þegar tenging af þessu tagi kemst á verður of seint að iðrast þess að hafa, fullkomlega að nauðsynjalausu, afsalað sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í þessu samhengi að rifja upp að hér er um að ræða sama ríkjasamband sem reyndi af alefli að knýja Íslendinga til að samþykkja fjárkröfu sem nam hálfum öðrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síðan. Það vill þetta enginn Sendiherrann gleðst yfir því að ráðgjafi ráðherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í því sambandi ber að rifja upp að landsfundur flokks ráðherrans samþykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráða yfir íslenskum orkumálum. Um það bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda þeirra flokka sem finnst Evrópusambandið vera áhugaverður kostur. Svo mikill vafi leikur á lögmæti valdaframsalsins í þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstaða Íslendinga við valdaframsal í orkumálum að varla verður hjá því komist að leita fulltingis dómstóla eða forseta Íslands til að hrinda lögunum, fari svo ógæfulega að þau verði samþykkt á Alþingi.Höfundur er formaður Heimssýnar
Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00
Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Þökk sé sendiherra ESB fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. 12. júní 2018 07:00
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar