Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Maðurinn fékk ekki aðgang að salerni Krónunnar. Vísir/heiða Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira