Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 17:07 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hver stýrir landinu nú um mundir. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“ Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“
Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59