Drónaumferð á dönskum flugvöllum Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu. Erlent 4.10.2025 10:37 Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Innlent 3.10.2025 19:53 Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi. Innlent 2.10.2025 20:02 Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Erlent 1.10.2025 18:05 Kallar þjóðaröryggisráð saman Þjóðaröryggisráð kemur saman á föstudag vegna drónaumferðar við flugvelli, bæði hér á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Innlent 30.9.2025 12:12 Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16 Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Danskar orrustuþotur hafa verið á sveimi yfir Borgundarhólmi í kvöld. Í Noregi hefur þurft að snúa tveimur flugvélum við í dag vegna tilkynninga um drónaumferð við flugvelli. Erlent 28.9.2025 22:38 Banna dróna yfir Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa tekið þá ákvörðun að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu. Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. Erlent 28.9.2025 14:02 Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Skoðun 28.9.2025 14:00 „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Innlent 27.9.2025 20:57 Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Drónar sáust aftur svífa yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöldi. Danska lögreglan tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að fjölmargar ábendingar bárust frá almenningi. Erlent 27.9.2025 12:00 Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar „Ég var um borð í vél á leiðinni frá Færeyjum til Kaupmannahafnar þetta kvöld. Allt var kyrrt og hljótt, nema rétt áður en við áttum að lenda kemur tilkynning frá flugmanninum um að við getum ekki lent vegna dróna yfir flugvellinum.“ Erlent 27.9.2025 08:01 Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Íslendingar búi vel að því að eiga öflugt almannavarnakerfi, sem geti tekið á hvers kyns vá sem ber að höndum. Viðbragðsaðilar séu vakandi yfir öryggi á flugvellinum og hafi áður nýtt sér dróna. Innlent 26.9.2025 22:08 Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. Innlent 26.9.2025 11:01 Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Álaborgarflugvelli var lokað í annað sinn á rúmum sólahring í nótt þegar lögreglumenn töldu sig sjá dróna á flugi við völlinn. Lokunin varði þó aðeins í um klukkustund og nú segir lögregla ekki ljóst hvort um dróna hafi vera ræða í raun og veru. Erlent 26.9.2025 08:13 Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun. Erlent 26.9.2025 00:01 Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Erlent 25.9.2025 07:40 Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Dönsk lögregluyfirvöld hafa í kvöld fengið ábendingar um drónaflug nærri þremur flugvöllum til viðbótar við flugvöllinn í Álaborg sem lokað var fyrr í kvöld. Um er að ræða flugvelli við Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup. Allir eru þeir á Jótlandi. Erlent 24.9.2025 23:43 Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Danska lögreglan segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. Erlent 24.9.2025 21:55 Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58 Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Erlent 24.9.2025 07:50 Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31 Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. Innlent 23.9.2025 17:56 Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. Innlent 23.9.2025 17:07 Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Innlent 23.9.2025 11:59 Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. Innlent 23.9.2025 10:38 „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Erlent 23.9.2025 07:34 Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Erlent 22.9.2025 23:04 Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Erlent 22.9.2025 19:57
Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu. Erlent 4.10.2025 10:37
Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Innlent 3.10.2025 19:53
Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi. Innlent 2.10.2025 20:02
Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Erlent 1.10.2025 18:05
Kallar þjóðaröryggisráð saman Þjóðaröryggisráð kemur saman á föstudag vegna drónaumferðar við flugvelli, bæði hér á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Innlent 30.9.2025 12:12
Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16
Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Danskar orrustuþotur hafa verið á sveimi yfir Borgundarhólmi í kvöld. Í Noregi hefur þurft að snúa tveimur flugvélum við í dag vegna tilkynninga um drónaumferð við flugvelli. Erlent 28.9.2025 22:38
Banna dróna yfir Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa tekið þá ákvörðun að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu. Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. Erlent 28.9.2025 14:02
Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Skoðun 28.9.2025 14:00
„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Innlent 27.9.2025 20:57
Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Drónar sáust aftur svífa yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöldi. Danska lögreglan tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að fjölmargar ábendingar bárust frá almenningi. Erlent 27.9.2025 12:00
Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar „Ég var um borð í vél á leiðinni frá Færeyjum til Kaupmannahafnar þetta kvöld. Allt var kyrrt og hljótt, nema rétt áður en við áttum að lenda kemur tilkynning frá flugmanninum um að við getum ekki lent vegna dróna yfir flugvellinum.“ Erlent 27.9.2025 08:01
Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Íslendingar búi vel að því að eiga öflugt almannavarnakerfi, sem geti tekið á hvers kyns vá sem ber að höndum. Viðbragðsaðilar séu vakandi yfir öryggi á flugvellinum og hafi áður nýtt sér dróna. Innlent 26.9.2025 22:08
Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. Innlent 26.9.2025 11:01
Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Álaborgarflugvelli var lokað í annað sinn á rúmum sólahring í nótt þegar lögreglumenn töldu sig sjá dróna á flugi við völlinn. Lokunin varði þó aðeins í um klukkustund og nú segir lögregla ekki ljóst hvort um dróna hafi vera ræða í raun og veru. Erlent 26.9.2025 08:13
Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun. Erlent 26.9.2025 00:01
Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Erlent 25.9.2025 07:40
Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Dönsk lögregluyfirvöld hafa í kvöld fengið ábendingar um drónaflug nærri þremur flugvöllum til viðbótar við flugvöllinn í Álaborg sem lokað var fyrr í kvöld. Um er að ræða flugvelli við Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup. Allir eru þeir á Jótlandi. Erlent 24.9.2025 23:43
Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Danska lögreglan segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. Erlent 24.9.2025 21:55
Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58
Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Erlent 24.9.2025 07:50
Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31
Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. Innlent 23.9.2025 17:56
Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. Innlent 23.9.2025 17:07
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Innlent 23.9.2025 11:59
Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. Innlent 23.9.2025 10:38
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Erlent 23.9.2025 07:34
Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Erlent 22.9.2025 23:04
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Erlent 22.9.2025 19:57