Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 07:40 Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra og Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra voru til svara á blaðamannafundi vegna dularfulls drónaflugs við flugvelli í Danmörku. AP/Emil Helms Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira