„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. september 2025 20:57 Guðlaugur Þór ræddi við Sýn í kvöld. Vísir Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“
Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira