„Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 19:54 Margrét Oddný Leópoldsdóttir segir erfitt fyrir fólk með einhverfu að sitja undir umræðu um hvernig megi koma í veg fyrir tilvist þess. Vísir/Stefán Einhverf kona segir áhuga Bandaríkjaforseta á að koma í veg fyrir einhverfu með ráðum og dáð beinlínis vera fáránlega. Leggja eigi áherslu á að hjálpa fólki með einhverfu að vera til, frekar en að koma í veg fyrir að það verði til. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“ Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“
Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira