„Þetta var óvenjuleg ræða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 06:00 Þorgerður Katrín segir ræðu Trump minna á að Íslendingar verði að brýna málstað sinn um mikilvægi alþjóðakerfisins Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“ Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“
Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent