„Þetta var óvenjuleg ræða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 06:00 Þorgerður Katrín segir ræðu Trump minna á að Íslendingar verði að brýna málstað sinn um mikilvægi alþjóðakerfisins Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“ Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“
Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira