Innlent

Full­orðinn karl­maður lést í bíl­slysi

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi við gatnamót Sundagarða og Vatnagarða í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá.

Talsvert viðbragð var viðhaft vegna slyssins en slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum og dælubíll var meðal annars sendur á vettvang.

Guðmundur Páll segir að til rannsóknar sé hvað orsakaði slysið og að lögregla sé komin í sambandi við vitni að slysinu. Þá hafi verið óskað eftir upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu.

Bíll mannsins, sem lýst hafi verið sem jepplingi, hafi hafnað fyrir neðan Sundagarða, þar sem athafnasvæði Hringrásar var áður. Þangað sé nokkurra metra fall frá veginum. Maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi.

Guðmundur Páll segir að maðurinn hafi verið fullorðinn en að hann hafi nákvæman aldur mannsins ekki á reiðum höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×