Myndbandsdómarinn í stóru hlutverki í sigri Frakka Dagur Lárusson skrifar 16. júní 2018 12:00 Pogba og félagar fagna. vísir/getty Frakkland fór með sigur af hólmi gegn Ástralíu í fyrsta leik C-riðils í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en það var sjálfsmark sem var tryggði Frökkum sigur. Það var lítið að frétta í fyrri hálfleiknum en var spilamennska franska liðsins ekki upp á marga fiska og sást það vel t.d. á þeim einkunum sem leikmennirnir voru að fá í hálfleiknum. Hin ógvænlega sóknarlína Frakka var ekki að skora hátt. Í seinni hálfleiknum fór þó loks að draga til tíðinda. Frakkar fóru að spila aðeins betur heldur en í fyrri hálfleiknum og náðu þeir að skapa sér hættulegt færi um miðbik hálfleiksins. Þá fékk Griezmann boltann inn fyrir frá Pogba, en leikmaður Ástralíu náði að koma í veg fyrir að Griezmann skoraði með því að koma boltanum í burtu. Það var einmitt eftir þetta atvik þar sem dramatíkin byrjaði en myndbandsdómarinn ákvað að dæma vítaspyrnu útfrá þessu atviki og tók sér góðan tíma til þess. Þess vegna stöðvaði dómari leiksins leikinn og dæmdi vítaspyrnu fyrir Frakka, nokkrum mínútum eftir atvikið. Á punktinn steig Griezmann sem skoraði og kom Frökkum yfir. Ástalir voru ekki parsáttir við þetta og sóttu í sig veðrið næstu mínúturnar. Aaron Moy átti sendingu inná teig á 62. mínútu sem endaði með því að Umtiti, varnarmaður Frakka, fékk boltann í hendina og dæmd var önnur vítaspyrna. Miles Jedinak steig á punktinn og skoraði. Næstu mínúturnar sóttu bæði lið og voru í raun bæði lið líkleg til þess að skora sigurmarkið. Á 80. mínútu kom síðan sigurmarkið en það voru Frakkar sem skoruðu það, þó með hjálp Ástrala en markið var skráð sem sjálfsmark á varnarmann Ástrala, en Paul Pogba vildi fá það á sig. Boltinn fór hátt í loftið eftir viðkomu við Pogba, eða varnarmans Ástralíu, fór þaðan í slánna og inn og þurfti marklínutæknin að útkljá um það hvort um mark væri að ræða. Þetta voru lokatölur leiksins og Frakkar því komnir með sinn fyrsta sigur mótinu en sigurnn þó langt frá því að vera sannfærandi. HM 2018 í Rússlandi
Frakkland fór með sigur af hólmi gegn Ástralíu í fyrsta leik C-riðils í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en það var sjálfsmark sem var tryggði Frökkum sigur. Það var lítið að frétta í fyrri hálfleiknum en var spilamennska franska liðsins ekki upp á marga fiska og sást það vel t.d. á þeim einkunum sem leikmennirnir voru að fá í hálfleiknum. Hin ógvænlega sóknarlína Frakka var ekki að skora hátt. Í seinni hálfleiknum fór þó loks að draga til tíðinda. Frakkar fóru að spila aðeins betur heldur en í fyrri hálfleiknum og náðu þeir að skapa sér hættulegt færi um miðbik hálfleiksins. Þá fékk Griezmann boltann inn fyrir frá Pogba, en leikmaður Ástralíu náði að koma í veg fyrir að Griezmann skoraði með því að koma boltanum í burtu. Það var einmitt eftir þetta atvik þar sem dramatíkin byrjaði en myndbandsdómarinn ákvað að dæma vítaspyrnu útfrá þessu atviki og tók sér góðan tíma til þess. Þess vegna stöðvaði dómari leiksins leikinn og dæmdi vítaspyrnu fyrir Frakka, nokkrum mínútum eftir atvikið. Á punktinn steig Griezmann sem skoraði og kom Frökkum yfir. Ástalir voru ekki parsáttir við þetta og sóttu í sig veðrið næstu mínúturnar. Aaron Moy átti sendingu inná teig á 62. mínútu sem endaði með því að Umtiti, varnarmaður Frakka, fékk boltann í hendina og dæmd var önnur vítaspyrna. Miles Jedinak steig á punktinn og skoraði. Næstu mínúturnar sóttu bæði lið og voru í raun bæði lið líkleg til þess að skora sigurmarkið. Á 80. mínútu kom síðan sigurmarkið en það voru Frakkar sem skoruðu það, þó með hjálp Ástrala en markið var skráð sem sjálfsmark á varnarmann Ástrala, en Paul Pogba vildi fá það á sig. Boltinn fór hátt í loftið eftir viðkomu við Pogba, eða varnarmans Ástralíu, fór þaðan í slánna og inn og þurfti marklínutæknin að útkljá um það hvort um mark væri að ræða. Þetta voru lokatölur leiksins og Frakkar því komnir með sinn fyrsta sigur mótinu en sigurnn þó langt frá því að vera sannfærandi.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti