Þrautaganga Hörður Ægisson skrifar 1. júní 2018 10:00 Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun