Þrautaganga Hörður Ægisson skrifar 1. júní 2018 10:00 Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun