Viltu köku eða kínóa? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. júní 2018 08:00 Undur og stórmerki mánaðarins hefðu ekki getað legið meira í augum uppi: Leikreglur virka. Bretar eru feitasta þjóð Evrópu. Kvillar tengdir offitu kosta heilbrigðiskerfið sextán milljarða punda á ári, eða um 2.200 milljarða íslenskra króna. Offita barna er að verða jafnstórt heilbrigðisvandamál og í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það verið treg til að skikka fyrirtæki í matvælaframleiðslu til að bjóða upp á hollari vörur. Árið 2016 stóð til að setja á víðtækan sykurskatt til að minnka sykur í tilbúnum mat. Fögur fyrirheitin fjöruðu hins vegar út í kjölfar þrýstings hagsmunaaðila. Matvælaframleiðendur hófu upp harmakvein og fullyrtu að leikreglur á borð við sykurskatt gerðu ekkert gagn. Þeir lofuðu hins vegar bót og betrun ef þeim yrði í sjálfsvald sett hvernig umbótum á vörum þeirra yrði háttað. Stjórnvöld létu undan. En til málamynda var lagður sykurskattur á eina vörutegund: gosdrykki. Í síðustu viku sendu heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi frá sér niðurstöður um árangurinn. Tveimur þriðju matvælaframleiðenda hafði „mistekist með öllu“ að bregðast við óskum stjórnvalda um minni sykur. Eitt af hverjum átta fyrirtækjum hafði aukið sykurmagn í vörum sínum. Ein undantekning var þó á annars misheppnuðu framtakinu. Sykur í gosdrykkjum minnkaði um ellefu prósent. Grímulaust ofbeldi Á sama tíma og skýrslan um sykurskattinn kom út í Bretlandi afhenti Íbúðalánasjóður Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, skýrslu þar sem fjallað var um erfiðar aðstæður leigjenda á Íslandi. Stéttarfélagið VR hefur undanfarið safnað sögum leigjenda af hækkun húsaleiguverðs. Dæmi eru um að leiga hafi hækkað um 50-70% á rúmu ári. Kallaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, framgöngu leigufélaga gagnvart leigjendum fjárkúgun og krafðist þess að „stjórnvöld setji lagaramma sem að verndar þennan hóp fólks fyrir þessu grímulausa ofbeldi.“ Í skýrslu sinni leggur Íbúðalánasjóður til að leigusölum og leigufélögum verði settar „skýrari leikreglur“ til að auka húsnæðisöryggi leigjenda. Er stungið upp á að horft verði til nágrannalandanna í leit að leiðum til að sporna gegn „óheyrilegum hækkunum á leiguverði“. Er Noregur tekið sem dæmi. Í skýrslunni kemur fram að þar séu leigusamningar sjaldnast gerðir til skemmri tíma en þriggja ára; leigusala er ekki heimilt að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana og þá aðeins einu sinni á ári; leigusamband þarf að hafa varað í það minnsta tvö og hálft ár áður en heimilt er að setja fram kröfu um að leiga verði færð til samræmis við markaðsverð og skal þá gefinn hálfs árs fyrirvari áður en breytingin tekur gildi. En hvernig hyggst Ásmundur Einar bregðast við tillögunum? Hann ætlar að kalla til sín „þessi helstu leigufélög til þess að fara yfir þetta og … meta hvort og þá til hvaða aðgerða verður gripið.“ Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund samtal Ásmundar Einars og hagsmunaaðilanna: Ásmundur: „Hvað finnst ykkur?“ Hagsmunaaðilar: „Leikreglur gera ekkert gagn. Við skulum hætta að sýna af okkur græðgi ef okkur er í sjálfsvald sett hvernig við útfærum umbæturnar.“ Með einu pennastriki Sé leigusölum falið að ákveða hvernig leigumarkaðurinn gangi fyrir sig mun það enda eins og breska sykurátakið: fyrr mun bresta á ný ísöld en bóla á breytingum. Að leyfa hagsmunaaðilum að setja eigin leikreglur er eins og að ráðast gegn offituvandanum með því að setja kökusneið og skál af kínóa fyrir framan barn og segja því að velja. Spurningin sem Ásmundur Einar stendur frammi fyrir ætti ekki að vera „hvort“ heldur „hvenær“. Svarið ætti að vera: „Strax“. Með skýrum og einföldum leikreglum í anda þeirra sem ríkja í nágrannalöndum okkar má draga úr óréttlæti íslenska leigumarkaðarins með einu pennastriki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Undur og stórmerki mánaðarins hefðu ekki getað legið meira í augum uppi: Leikreglur virka. Bretar eru feitasta þjóð Evrópu. Kvillar tengdir offitu kosta heilbrigðiskerfið sextán milljarða punda á ári, eða um 2.200 milljarða íslenskra króna. Offita barna er að verða jafnstórt heilbrigðisvandamál og í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það verið treg til að skikka fyrirtæki í matvælaframleiðslu til að bjóða upp á hollari vörur. Árið 2016 stóð til að setja á víðtækan sykurskatt til að minnka sykur í tilbúnum mat. Fögur fyrirheitin fjöruðu hins vegar út í kjölfar þrýstings hagsmunaaðila. Matvælaframleiðendur hófu upp harmakvein og fullyrtu að leikreglur á borð við sykurskatt gerðu ekkert gagn. Þeir lofuðu hins vegar bót og betrun ef þeim yrði í sjálfsvald sett hvernig umbótum á vörum þeirra yrði háttað. Stjórnvöld létu undan. En til málamynda var lagður sykurskattur á eina vörutegund: gosdrykki. Í síðustu viku sendu heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi frá sér niðurstöður um árangurinn. Tveimur þriðju matvælaframleiðenda hafði „mistekist með öllu“ að bregðast við óskum stjórnvalda um minni sykur. Eitt af hverjum átta fyrirtækjum hafði aukið sykurmagn í vörum sínum. Ein undantekning var þó á annars misheppnuðu framtakinu. Sykur í gosdrykkjum minnkaði um ellefu prósent. Grímulaust ofbeldi Á sama tíma og skýrslan um sykurskattinn kom út í Bretlandi afhenti Íbúðalánasjóður Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, skýrslu þar sem fjallað var um erfiðar aðstæður leigjenda á Íslandi. Stéttarfélagið VR hefur undanfarið safnað sögum leigjenda af hækkun húsaleiguverðs. Dæmi eru um að leiga hafi hækkað um 50-70% á rúmu ári. Kallaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, framgöngu leigufélaga gagnvart leigjendum fjárkúgun og krafðist þess að „stjórnvöld setji lagaramma sem að verndar þennan hóp fólks fyrir þessu grímulausa ofbeldi.“ Í skýrslu sinni leggur Íbúðalánasjóður til að leigusölum og leigufélögum verði settar „skýrari leikreglur“ til að auka húsnæðisöryggi leigjenda. Er stungið upp á að horft verði til nágrannalandanna í leit að leiðum til að sporna gegn „óheyrilegum hækkunum á leiguverði“. Er Noregur tekið sem dæmi. Í skýrslunni kemur fram að þar séu leigusamningar sjaldnast gerðir til skemmri tíma en þriggja ára; leigusala er ekki heimilt að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana og þá aðeins einu sinni á ári; leigusamband þarf að hafa varað í það minnsta tvö og hálft ár áður en heimilt er að setja fram kröfu um að leiga verði færð til samræmis við markaðsverð og skal þá gefinn hálfs árs fyrirvari áður en breytingin tekur gildi. En hvernig hyggst Ásmundur Einar bregðast við tillögunum? Hann ætlar að kalla til sín „þessi helstu leigufélög til þess að fara yfir þetta og … meta hvort og þá til hvaða aðgerða verður gripið.“ Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund samtal Ásmundar Einars og hagsmunaaðilanna: Ásmundur: „Hvað finnst ykkur?“ Hagsmunaaðilar: „Leikreglur gera ekkert gagn. Við skulum hætta að sýna af okkur græðgi ef okkur er í sjálfsvald sett hvernig við útfærum umbæturnar.“ Með einu pennastriki Sé leigusölum falið að ákveða hvernig leigumarkaðurinn gangi fyrir sig mun það enda eins og breska sykurátakið: fyrr mun bresta á ný ísöld en bóla á breytingum. Að leyfa hagsmunaaðilum að setja eigin leikreglur er eins og að ráðast gegn offituvandanum með því að setja kökusneið og skál af kínóa fyrir framan barn og segja því að velja. Spurningin sem Ásmundur Einar stendur frammi fyrir ætti ekki að vera „hvort“ heldur „hvenær“. Svarið ætti að vera: „Strax“. Með skýrum og einföldum leikreglum í anda þeirra sem ríkja í nágrannalöndum okkar má draga úr óréttlæti íslenska leigumarkaðarins með einu pennastriki.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun