Erfðasaga óstöðugleikans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2018 10:00 Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun