Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Konráð S. Guðjónsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar