Afnema þarf skerðingu TR vegna lífeyrissjóða Björgvin Guðmundsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Það er athyglisvert, að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á Alþingi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. Enginn flokkur berst svo vasklega fyrir eldri borgara, að aldraðir geti sagt án þess að hika: Þetta er flokkurinn okkar. Þeir flokkar, sem bera hag aldraðra fyrir brjósti, verða því að taka sig verulega á. Það er vissulega mikil þörf á því í dag, að þeir geri það. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus í þessum málaflokki. Og stjórnarandstaðan stendur sig heldur ekki nógu vel.Lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði! Hvað er brýnast að gera í málum eldri borgara? Það er þetta: Það þarf að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum verulega. Lífeyrir almannatrygginga er svo naumt skammtaður, að þeir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Einhverjir útgjaldaliðir verða því alltaf útundan og oftast verða það annaðhvort lyf eða lækniskostnaður eða báðir þessir liðir. Stundum gerist það síðustu daga mánaðarins, að ekki er nóg fyrir mat. Þá verður viðkomandi eldri borgari að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það eru þung spor. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi ástand; þetta er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin getur ekki skammtað öldruðum svo naumt, að þeir hafi ekki fyrir framfærslukostnaði. Ríkisstjórnin veit af þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra bréf um þetta mál í byrjun ársins og formaður Félags eldri borgara snéri sér til forsætisráðherra út af sama máli nokkru síðar. En samt gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu! 425 þúsund á mánuði fyrir skatt lágmark Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera hár til þess að hann dugi til framfærslu? Að mínu mati er lágmarkslífeyrir þessi: 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. 311 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ekki á að gera mun á einhleypum og giftum eldri borgurum að því er lífeyri varðar. Framangreindur lífeyrir er algert lágmark til þess að eldri borgarar hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri borgarinn þarf að greiða mikið í húsnæðiskostnað, til dæmis háa húsaleigu eða miklar afborganir og vexti af íbúð. Einnig er ókleift að kaupa og reka bíl af lífeyri, sem eingöngu er frá TR. Hann hrekkur ekki til þess. Miklar skerðingar lífeyris TR Þeir sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Húsnæðiskostnaður skiptir gífurlega miklu máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru miklu betur staddir en hinir. Þeir geta veitt sér meira á efri árum. Þeir, sem hafa góðan lífeyrissjóð, eru einnig betur settir en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð eða mjög lélegan en þeim svíður, að ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa sparað i lífeyrissjóði. Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar, sem voru gefnar, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. En þá var sagt, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Þessu lýsti m.a. ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir tryggingalífeyri eldri borgara frá TR í dag finnst umræddum eldri borgurum sem þeir hafi verið sviknir. Það er brýnt að afnema skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða sem fyrst. Margir álíta að afnema eigi skerðingarnar í einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft mikinn ávinning af skerðingum svo lengi og þessar skerðingar eigi ekki rétt á sér. Ég tek undir það. Kostar 35 milljarða að afnema allar skerðingar Dr. Haukur Arnþórsson hefur rannsakað skerðingarnar og skrifað mikið um þær. Hann telur, að það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið að afnema þær eins og talið hefur verið. Hann telur, að það kosti ríkið 35 milljarða kr. að afnema alveg allar skerðingar tryggingalífeyris vegna annarra tekna. En auk þess telur hann að það vanti svipaða upphæð upp á að greiðslur ríkisins hér til eftirlauna nái meðaltali slíkra opinberra greiðslna í OECD-ríkjunum. Þessar tölur dr. Hauks setja málið alveg í nýtt ljós. Það er ekki lengur spurning um það hvort ríkið ráði við það að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða. Ríkinu ber bókstaflega skylda til þess. Spurningin er fremur hvort afnema eigi allar skerðingar eða einungis vegna lífeyrissjóða. Miðað við OECD hefur íslenska ríkið hlunnfarið eftirlaunamenn hér um sömu upphæð og það kostar að afnema allar skerðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert, að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á Alþingi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. Enginn flokkur berst svo vasklega fyrir eldri borgara, að aldraðir geti sagt án þess að hika: Þetta er flokkurinn okkar. Þeir flokkar, sem bera hag aldraðra fyrir brjósti, verða því að taka sig verulega á. Það er vissulega mikil þörf á því í dag, að þeir geri það. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus í þessum málaflokki. Og stjórnarandstaðan stendur sig heldur ekki nógu vel.Lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði! Hvað er brýnast að gera í málum eldri borgara? Það er þetta: Það þarf að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum verulega. Lífeyrir almannatrygginga er svo naumt skammtaður, að þeir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Einhverjir útgjaldaliðir verða því alltaf útundan og oftast verða það annaðhvort lyf eða lækniskostnaður eða báðir þessir liðir. Stundum gerist það síðustu daga mánaðarins, að ekki er nóg fyrir mat. Þá verður viðkomandi eldri borgari að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það eru þung spor. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi ástand; þetta er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin getur ekki skammtað öldruðum svo naumt, að þeir hafi ekki fyrir framfærslukostnaði. Ríkisstjórnin veit af þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra bréf um þetta mál í byrjun ársins og formaður Félags eldri borgara snéri sér til forsætisráðherra út af sama máli nokkru síðar. En samt gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu! 425 þúsund á mánuði fyrir skatt lágmark Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera hár til þess að hann dugi til framfærslu? Að mínu mati er lágmarkslífeyrir þessi: 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. 311 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ekki á að gera mun á einhleypum og giftum eldri borgurum að því er lífeyri varðar. Framangreindur lífeyrir er algert lágmark til þess að eldri borgarar hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri borgarinn þarf að greiða mikið í húsnæðiskostnað, til dæmis háa húsaleigu eða miklar afborganir og vexti af íbúð. Einnig er ókleift að kaupa og reka bíl af lífeyri, sem eingöngu er frá TR. Hann hrekkur ekki til þess. Miklar skerðingar lífeyris TR Þeir sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Húsnæðiskostnaður skiptir gífurlega miklu máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru miklu betur staddir en hinir. Þeir geta veitt sér meira á efri árum. Þeir, sem hafa góðan lífeyrissjóð, eru einnig betur settir en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð eða mjög lélegan en þeim svíður, að ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa sparað i lífeyrissjóði. Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar, sem voru gefnar, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. En þá var sagt, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Þessu lýsti m.a. ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir tryggingalífeyri eldri borgara frá TR í dag finnst umræddum eldri borgurum sem þeir hafi verið sviknir. Það er brýnt að afnema skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða sem fyrst. Margir álíta að afnema eigi skerðingarnar í einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft mikinn ávinning af skerðingum svo lengi og þessar skerðingar eigi ekki rétt á sér. Ég tek undir það. Kostar 35 milljarða að afnema allar skerðingar Dr. Haukur Arnþórsson hefur rannsakað skerðingarnar og skrifað mikið um þær. Hann telur, að það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið að afnema þær eins og talið hefur verið. Hann telur, að það kosti ríkið 35 milljarða kr. að afnema alveg allar skerðingar tryggingalífeyris vegna annarra tekna. En auk þess telur hann að það vanti svipaða upphæð upp á að greiðslur ríkisins hér til eftirlauna nái meðaltali slíkra opinberra greiðslna í OECD-ríkjunum. Þessar tölur dr. Hauks setja málið alveg í nýtt ljós. Það er ekki lengur spurning um það hvort ríkið ráði við það að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða. Ríkinu ber bókstaflega skylda til þess. Spurningin er fremur hvort afnema eigi allar skerðingar eða einungis vegna lífeyrissjóða. Miðað við OECD hefur íslenska ríkið hlunnfarið eftirlaunamenn hér um sömu upphæð og það kostar að afnema allar skerðingar.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar