Afnema þarf skerðingu TR vegna lífeyrissjóða Björgvin Guðmundsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Það er athyglisvert, að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á Alþingi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. Enginn flokkur berst svo vasklega fyrir eldri borgara, að aldraðir geti sagt án þess að hika: Þetta er flokkurinn okkar. Þeir flokkar, sem bera hag aldraðra fyrir brjósti, verða því að taka sig verulega á. Það er vissulega mikil þörf á því í dag, að þeir geri það. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus í þessum málaflokki. Og stjórnarandstaðan stendur sig heldur ekki nógu vel.Lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði! Hvað er brýnast að gera í málum eldri borgara? Það er þetta: Það þarf að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum verulega. Lífeyrir almannatrygginga er svo naumt skammtaður, að þeir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Einhverjir útgjaldaliðir verða því alltaf útundan og oftast verða það annaðhvort lyf eða lækniskostnaður eða báðir þessir liðir. Stundum gerist það síðustu daga mánaðarins, að ekki er nóg fyrir mat. Þá verður viðkomandi eldri borgari að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það eru þung spor. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi ástand; þetta er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin getur ekki skammtað öldruðum svo naumt, að þeir hafi ekki fyrir framfærslukostnaði. Ríkisstjórnin veit af þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra bréf um þetta mál í byrjun ársins og formaður Félags eldri borgara snéri sér til forsætisráðherra út af sama máli nokkru síðar. En samt gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu! 425 þúsund á mánuði fyrir skatt lágmark Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera hár til þess að hann dugi til framfærslu? Að mínu mati er lágmarkslífeyrir þessi: 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. 311 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ekki á að gera mun á einhleypum og giftum eldri borgurum að því er lífeyri varðar. Framangreindur lífeyrir er algert lágmark til þess að eldri borgarar hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri borgarinn þarf að greiða mikið í húsnæðiskostnað, til dæmis háa húsaleigu eða miklar afborganir og vexti af íbúð. Einnig er ókleift að kaupa og reka bíl af lífeyri, sem eingöngu er frá TR. Hann hrekkur ekki til þess. Miklar skerðingar lífeyris TR Þeir sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Húsnæðiskostnaður skiptir gífurlega miklu máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru miklu betur staddir en hinir. Þeir geta veitt sér meira á efri árum. Þeir, sem hafa góðan lífeyrissjóð, eru einnig betur settir en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð eða mjög lélegan en þeim svíður, að ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa sparað i lífeyrissjóði. Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar, sem voru gefnar, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. En þá var sagt, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Þessu lýsti m.a. ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir tryggingalífeyri eldri borgara frá TR í dag finnst umræddum eldri borgurum sem þeir hafi verið sviknir. Það er brýnt að afnema skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða sem fyrst. Margir álíta að afnema eigi skerðingarnar í einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft mikinn ávinning af skerðingum svo lengi og þessar skerðingar eigi ekki rétt á sér. Ég tek undir það. Kostar 35 milljarða að afnema allar skerðingar Dr. Haukur Arnþórsson hefur rannsakað skerðingarnar og skrifað mikið um þær. Hann telur, að það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið að afnema þær eins og talið hefur verið. Hann telur, að það kosti ríkið 35 milljarða kr. að afnema alveg allar skerðingar tryggingalífeyris vegna annarra tekna. En auk þess telur hann að það vanti svipaða upphæð upp á að greiðslur ríkisins hér til eftirlauna nái meðaltali slíkra opinberra greiðslna í OECD-ríkjunum. Þessar tölur dr. Hauks setja málið alveg í nýtt ljós. Það er ekki lengur spurning um það hvort ríkið ráði við það að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða. Ríkinu ber bókstaflega skylda til þess. Spurningin er fremur hvort afnema eigi allar skerðingar eða einungis vegna lífeyrissjóða. Miðað við OECD hefur íslenska ríkið hlunnfarið eftirlaunamenn hér um sömu upphæð og það kostar að afnema allar skerðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert, að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á Alþingi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. Enginn flokkur berst svo vasklega fyrir eldri borgara, að aldraðir geti sagt án þess að hika: Þetta er flokkurinn okkar. Þeir flokkar, sem bera hag aldraðra fyrir brjósti, verða því að taka sig verulega á. Það er vissulega mikil þörf á því í dag, að þeir geri það. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus í þessum málaflokki. Og stjórnarandstaðan stendur sig heldur ekki nógu vel.Lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði! Hvað er brýnast að gera í málum eldri borgara? Það er þetta: Það þarf að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum verulega. Lífeyrir almannatrygginga er svo naumt skammtaður, að þeir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Einhverjir útgjaldaliðir verða því alltaf útundan og oftast verða það annaðhvort lyf eða lækniskostnaður eða báðir þessir liðir. Stundum gerist það síðustu daga mánaðarins, að ekki er nóg fyrir mat. Þá verður viðkomandi eldri borgari að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það eru þung spor. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi ástand; þetta er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin getur ekki skammtað öldruðum svo naumt, að þeir hafi ekki fyrir framfærslukostnaði. Ríkisstjórnin veit af þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra bréf um þetta mál í byrjun ársins og formaður Félags eldri borgara snéri sér til forsætisráðherra út af sama máli nokkru síðar. En samt gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu! 425 þúsund á mánuði fyrir skatt lágmark Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera hár til þess að hann dugi til framfærslu? Að mínu mati er lágmarkslífeyrir þessi: 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. 311 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ekki á að gera mun á einhleypum og giftum eldri borgurum að því er lífeyri varðar. Framangreindur lífeyrir er algert lágmark til þess að eldri borgarar hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri borgarinn þarf að greiða mikið í húsnæðiskostnað, til dæmis háa húsaleigu eða miklar afborganir og vexti af íbúð. Einnig er ókleift að kaupa og reka bíl af lífeyri, sem eingöngu er frá TR. Hann hrekkur ekki til þess. Miklar skerðingar lífeyris TR Þeir sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Húsnæðiskostnaður skiptir gífurlega miklu máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru miklu betur staddir en hinir. Þeir geta veitt sér meira á efri árum. Þeir, sem hafa góðan lífeyrissjóð, eru einnig betur settir en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð eða mjög lélegan en þeim svíður, að ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa sparað i lífeyrissjóði. Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar, sem voru gefnar, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. En þá var sagt, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Þessu lýsti m.a. ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir tryggingalífeyri eldri borgara frá TR í dag finnst umræddum eldri borgurum sem þeir hafi verið sviknir. Það er brýnt að afnema skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða sem fyrst. Margir álíta að afnema eigi skerðingarnar í einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft mikinn ávinning af skerðingum svo lengi og þessar skerðingar eigi ekki rétt á sér. Ég tek undir það. Kostar 35 milljarða að afnema allar skerðingar Dr. Haukur Arnþórsson hefur rannsakað skerðingarnar og skrifað mikið um þær. Hann telur, að það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið að afnema þær eins og talið hefur verið. Hann telur, að það kosti ríkið 35 milljarða kr. að afnema alveg allar skerðingar tryggingalífeyris vegna annarra tekna. En auk þess telur hann að það vanti svipaða upphæð upp á að greiðslur ríkisins hér til eftirlauna nái meðaltali slíkra opinberra greiðslna í OECD-ríkjunum. Þessar tölur dr. Hauks setja málið alveg í nýtt ljós. Það er ekki lengur spurning um það hvort ríkið ráði við það að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða. Ríkinu ber bókstaflega skylda til þess. Spurningin er fremur hvort afnema eigi allar skerðingar eða einungis vegna lífeyrissjóða. Miðað við OECD hefur íslenska ríkið hlunnfarið eftirlaunamenn hér um sömu upphæð og það kostar að afnema allar skerðingar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun