Dýrari leikskólar eru engin lausn Líf Magneudóttir skrifar 21. maí 2018 07:00 Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun