Réttur til að lifa með reisn Karl Berndsen skrifar 22. maí 2018 09:15 Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun