Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. maí 2018 21:46 Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar