Skuldaaukning 250 þúsund krónur á mann Katrín Atladóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun