Lífeyrissjóðir vilja selja 13 prósent í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 23. maí 2018 06:00 Hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var 2,2 milljarðar í fyrra og jókst um 200 milljónir, einkum vegna aukinnar raforkuframleiðslu og hækkandi álverðs. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, áformar að selja 12,7 prósenta hlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en væntingar eru um að á bilinu sjö til átta milljarðar króna geti fengist fyrir eignarhlutinn í orkufyrirtækinu. Miðað við það verðmat er markaðsvirði fyrirtækisins um 55 til 63 milljarðar. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu. Talsverður áhugi er sagður vera á hlutnum í HS Orku, bæði á meðal erlendra og innlendra fjárfesta, en gert er ráð fyrir að óskuldbindandi tilboð muni berast í næsta mánuði. Gangi áætlanir eftir gæti salan klárast í lok sumars. Tæplega þrettán prósenta hluturinn komst í eigu fagfjárfestasjóðsins í júlí í fyrra þegar samkomulag náðist við Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufélagsins Alterra, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma hafði gefið út við kaup á hlut sínum í HS Orku árið 2009. Í stað þess að greiða útistandandi höfuðstól skuldabréfsins skömmu fyrir gjalddaga var um það samið að ORK, sem hafði keypt bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 fyrir 6,3 milljarða, myndi ganga að veði þess og yfirtaka þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Við það minnkaði hlutur Magma úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir einnig 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarmi. Magma Energy er í dag í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex en það gekk í byrjun ársins frá kaupum á öllu hlutafé Alterra. Samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Samhliða samkomulaginu við ORK í fyrra féll Magma Energy frá forkaupsrétti sínum og þá ákvað stjórn Jarðvarma einnig að nýta sér ekki forkaupsréttinn og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut.Á 30 prósent í Bláa lóninu HS Orka, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, er eina orkufyrirtæki landsins sem er í eigu einkafjárfesta. Hagnaður félagsins í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur HS Orku um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður að fjárhæð 440 milljónir króna til hluthafa á þessu ári. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar. Á meðal eigna HS Orku er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Var eignarhlutur fyrirtækisins settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Mikillar óánægju gætti hjá stjórnendum Alterra, þáverandi eigendum Magma Energy, með ákvörðun lífeyrissjóðanna að hafna tilboði Blackstone, enda hafi það verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var að setja hlut félagsins í söluferli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira
Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, áformar að selja 12,7 prósenta hlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en væntingar eru um að á bilinu sjö til átta milljarðar króna geti fengist fyrir eignarhlutinn í orkufyrirtækinu. Miðað við það verðmat er markaðsvirði fyrirtækisins um 55 til 63 milljarðar. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu. Talsverður áhugi er sagður vera á hlutnum í HS Orku, bæði á meðal erlendra og innlendra fjárfesta, en gert er ráð fyrir að óskuldbindandi tilboð muni berast í næsta mánuði. Gangi áætlanir eftir gæti salan klárast í lok sumars. Tæplega þrettán prósenta hluturinn komst í eigu fagfjárfestasjóðsins í júlí í fyrra þegar samkomulag náðist við Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufélagsins Alterra, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma hafði gefið út við kaup á hlut sínum í HS Orku árið 2009. Í stað þess að greiða útistandandi höfuðstól skuldabréfsins skömmu fyrir gjalddaga var um það samið að ORK, sem hafði keypt bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 fyrir 6,3 milljarða, myndi ganga að veði þess og yfirtaka þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Við það minnkaði hlutur Magma úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir einnig 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarmi. Magma Energy er í dag í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex en það gekk í byrjun ársins frá kaupum á öllu hlutafé Alterra. Samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Samhliða samkomulaginu við ORK í fyrra féll Magma Energy frá forkaupsrétti sínum og þá ákvað stjórn Jarðvarma einnig að nýta sér ekki forkaupsréttinn og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut.Á 30 prósent í Bláa lóninu HS Orka, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, er eina orkufyrirtæki landsins sem er í eigu einkafjárfesta. Hagnaður félagsins í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur HS Orku um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður að fjárhæð 440 milljónir króna til hluthafa á þessu ári. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar. Á meðal eigna HS Orku er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Var eignarhlutur fyrirtækisins settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Mikillar óánægju gætti hjá stjórnendum Alterra, þáverandi eigendum Magma Energy, með ákvörðun lífeyrissjóðanna að hafna tilboði Blackstone, enda hafi það verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var að setja hlut félagsins í söluferli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira