Sérstaða Kvennahreyfingarinnar Sóley Tómasdóttir skrifar 23. maí 2018 11:35 Kvenfrelsi er eitt umdeildasta viðfangsefni stjórnmálanna. Raunar er það svo umdeilt að það ríkir varla sátt um að kvenfrelsi eigi að vera viðfangsefni stjórnmálanna yfir höfuð. Þó flestir flokkar hafi búið sér til einhvers konar kvenfrelsisstefnu og sett sér einhver markmið í átt að jafnrétti er langt í land að þeir séu femíniskir í grunni. Sömu sögu er að segja um stjórnmálafólk, þó flest segist þau vera femínistar, „læki“ druslugönguna og taki andköf af aðdáun á konunum í #metoo í stöðuuppfærslum á Facebook er aðeins lítið brot þeirra sem beitir sér af krafti fyrir femínískum umbótum í samfélaginu.Þetta fólk Með þessu er ég ekki að segja að það séu ekki femínistar í öllum flokkum, því fer fjarri. Það eru harðduglegir og róttækir femínistar í mörgum flokkum sem hafa sannarlega haft áhrif í samfélaginu. Þetta fólk hefur verið í virku samstarfi við grasrótina, tekið þátt í aktívisma og lagt til umbætur þar sem það á við. Það er þetta fólk sem hefur sennilega skrifað kvenfrelsisáætlanirnar, sett markmiðin og sannfært flokkana sína um að það sé mikilvægt að hafa þessi mál á dagskrá. Það er þetta fólk sem minnir á stefnurnar og markmiðin með reglulegu millibili og passar uppá að þau týnist ekki innanum borgarlínur, battavelli og þjóðhagsspár. Það er þetta fólk sem brýnir samstarfsfólk sitt í að taka grasrótina alvarlega og bregðast við. Það er þetta fólk sem rökræðir, útskýrir og sannfærir efasemdarfólk innan flokkanna og það er þetta fólk sem talar fyrir erfiðu málunum í stjórnmálunum. En það er líka þetta fólk sem mætir hörðustu gagnrýninni. Bæði innanflokks og utan. Aleitt.Mótstaðan Femínískar stjórnmálakonur eru berskjaldaðari en aðrar stjórnmálakonur, sem þó liggja mun betur við höggi en stjórnmálakarlar. Þó stjórnmálin séu iðkuð í miklu átakaumhverfi og stjórnmálafólk mæti oft harðri gagnrýni er ekkert sem jafnst á við hörkuna sem mætir konum þegar þær setja femínísk málefni í forgrunn. Kolbrún Halldórsdóttir var úthrópuð á torgum um margra ára skeið fyrir að leggja til bann við kaupum á vændi. Í dag er Heiða Björg Hilmisdóttir rægð í fjölmiðlum fyrir að standa með þolendum ofbeldis. Sjálf á ég margar miður fallegar minningar frá þeim 10 árum sem ég starfaði í stjórnmálum. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Mótstaðan snýst ekki aðeins um þau afmörkuðu mál sem lögð eru til hverju sinni. Hún er byggð á ótta við að femínísminn verði viðtekin hugmyndafræði og að þessar konur sem hafa nægilegan kjark til að fara á móti straumnum komi til með að umbylta valdajafnvægi samfélagsins. Mótstaðan kemur jafnt úr röðum samherja innan hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka sem óttast að femínisminn taki nú yfir stefnu og áherslur á kostnað annarra mikilvægari mála og frá almenningi sem óttast að sönnunarbyrði verði snúið við í nauðgunarmálum og konur yfirtaki stjórnunarstöður í samfélaginu.Hefðbundir stjórnmálaflokkar Femínisminn setur hina hefðbundnu stjórnmálaflokka í klemmu. Klemman snýst um að mjög ákveðinn og sístækkandi hópur í samfélaginu krefst aukins kvenfrelsis, en mótstaðan er umtalsverð á sama tíma. Að mæta kröfum um raunverulega femínískar og róttækar aðgerðir er áhætta þar sem það getur aukið fylgi hjá afmörkuðum hópi en minnkað það hjá öðrum og enginn veit nákvæmlega hver heildarútkoman yrði. Þess vegna haga hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar málum þannig að fela ákveðnum fulltrúum að dekka femínísk áherslumál á opinberum vettvangi á meðan aðrir sinna hinum hefðbundnu viðfangsefnum. Þessir tilteknu fulltrúar njóta trausts og hyllis meðal femínískra kjósenda en mæta líka mótlæti hinna. Sem einstaklingar. Aleinir. Engir af hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum hafa talað einum rómi um róttækustu kvenfrelsisáherslurnar. Aðeins einn frambjóðandi Samfylkingarinnar hefur farið í viðtöl í fjölmiðlum vegna mikilvægis þess að standa með þolendum heimilisofbeldis gegn ásökunum um tálmanir. Kolbrún Halldórsdóttir var sú eina sem rökstuddi bann við kaupum á vændi á opinberum vettvangi. Sjálf hef ég oft upplifað mig aleina þegar ég hef talað fyrir umdeildum umbótum í þágu kvenna, sérstaklega í umræðum um klámvæðingu og kynbundið ofbeldi. Stuðningurinn er á persónulegum nótum, en samherjarnir þora sjaldan að styðja konurnar á opinberum vettvangi, hvað þá að taka slaginn með þeim.Kvennahreyfing Þá erum við komin að sérstöðu Kvennahreyfingarinnar. Hún snýst nefnilega ekki endilega um að fjölga konum í borgarstjórn heldur snýst hún um að fjölga þeim röddum sem þora, geta og vilja. Þar er komið fram heilt stjórnmálaafl sem er tilbúið í sameiningu að taka þessi erfiðu mál í fangið, þar sem þær eru tilbúnar að tala allar og styðja hverja aðra þegar á móti blæs, jafnt opinberlega sem persónulega. Þær styðja ekki bara hverja aðra, heldur líka hinar femínísku konurnar, sama hvar í flokki þær standa. Það er eftirtektarvert að Kvennahreyfingin lýsti opinberlega yfir stuðningi við Heiðu Björgu þremur dögum á undan hennar eigin flokki. Það er eftirtektarvert hvernig allir frambjóðendur Kvennahreyfingarinnar hafa staðið með Nichole Leigh Mosty gegn tilraunum til að draga úr femínískum trúverðugleika hennar í umræðum á samfélagsmiðlum. Kvennahreyfingin reynir ekki að þykjast vera annað en hún er og móta sér stefnu í samfélagslega samþykktum málaflokkum. Kvennahreyfingin var sett á laggirnar til að koma á femínískum umbótum í samfélaginu, hún er tilbúin til að standa og falla með þeim áherslum sínum og hún yrði gríðarlega mikilvægur liðsauki fyrir fólkið sem ég lýsti hér að ofan, næði hún kjöri í borgarstjórn á laugardag. Sem fyrrverandi borgarfulltrúi og femínískur aktívisti án kosningaréttar í Reykjavík hvet ég fólk til að kjósa Kvennahreyfinguna. Þó ég hafi miklar mætur á femínískum frambjóðendum allra flokka er Kvennahreyfingin eina stjórnmálaaflið sem ég treysti til þess að standa við femíníska stefnuskrá sína sem heild og eina stjórmálaaflið sem ég treysti til að standa með femínísku fulltrúum hinna flokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sóley Tómasdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kvenfrelsi er eitt umdeildasta viðfangsefni stjórnmálanna. Raunar er það svo umdeilt að það ríkir varla sátt um að kvenfrelsi eigi að vera viðfangsefni stjórnmálanna yfir höfuð. Þó flestir flokkar hafi búið sér til einhvers konar kvenfrelsisstefnu og sett sér einhver markmið í átt að jafnrétti er langt í land að þeir séu femíniskir í grunni. Sömu sögu er að segja um stjórnmálafólk, þó flest segist þau vera femínistar, „læki“ druslugönguna og taki andköf af aðdáun á konunum í #metoo í stöðuuppfærslum á Facebook er aðeins lítið brot þeirra sem beitir sér af krafti fyrir femínískum umbótum í samfélaginu.Þetta fólk Með þessu er ég ekki að segja að það séu ekki femínistar í öllum flokkum, því fer fjarri. Það eru harðduglegir og róttækir femínistar í mörgum flokkum sem hafa sannarlega haft áhrif í samfélaginu. Þetta fólk hefur verið í virku samstarfi við grasrótina, tekið þátt í aktívisma og lagt til umbætur þar sem það á við. Það er þetta fólk sem hefur sennilega skrifað kvenfrelsisáætlanirnar, sett markmiðin og sannfært flokkana sína um að það sé mikilvægt að hafa þessi mál á dagskrá. Það er þetta fólk sem minnir á stefnurnar og markmiðin með reglulegu millibili og passar uppá að þau týnist ekki innanum borgarlínur, battavelli og þjóðhagsspár. Það er þetta fólk sem brýnir samstarfsfólk sitt í að taka grasrótina alvarlega og bregðast við. Það er þetta fólk sem rökræðir, útskýrir og sannfærir efasemdarfólk innan flokkanna og það er þetta fólk sem talar fyrir erfiðu málunum í stjórnmálunum. En það er líka þetta fólk sem mætir hörðustu gagnrýninni. Bæði innanflokks og utan. Aleitt.Mótstaðan Femínískar stjórnmálakonur eru berskjaldaðari en aðrar stjórnmálakonur, sem þó liggja mun betur við höggi en stjórnmálakarlar. Þó stjórnmálin séu iðkuð í miklu átakaumhverfi og stjórnmálafólk mæti oft harðri gagnrýni er ekkert sem jafnst á við hörkuna sem mætir konum þegar þær setja femínísk málefni í forgrunn. Kolbrún Halldórsdóttir var úthrópuð á torgum um margra ára skeið fyrir að leggja til bann við kaupum á vændi. Í dag er Heiða Björg Hilmisdóttir rægð í fjölmiðlum fyrir að standa með þolendum ofbeldis. Sjálf á ég margar miður fallegar minningar frá þeim 10 árum sem ég starfaði í stjórnmálum. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Mótstaðan snýst ekki aðeins um þau afmörkuðu mál sem lögð eru til hverju sinni. Hún er byggð á ótta við að femínísminn verði viðtekin hugmyndafræði og að þessar konur sem hafa nægilegan kjark til að fara á móti straumnum komi til með að umbylta valdajafnvægi samfélagsins. Mótstaðan kemur jafnt úr röðum samherja innan hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka sem óttast að femínisminn taki nú yfir stefnu og áherslur á kostnað annarra mikilvægari mála og frá almenningi sem óttast að sönnunarbyrði verði snúið við í nauðgunarmálum og konur yfirtaki stjórnunarstöður í samfélaginu.Hefðbundir stjórnmálaflokkar Femínisminn setur hina hefðbundnu stjórnmálaflokka í klemmu. Klemman snýst um að mjög ákveðinn og sístækkandi hópur í samfélaginu krefst aukins kvenfrelsis, en mótstaðan er umtalsverð á sama tíma. Að mæta kröfum um raunverulega femínískar og róttækar aðgerðir er áhætta þar sem það getur aukið fylgi hjá afmörkuðum hópi en minnkað það hjá öðrum og enginn veit nákvæmlega hver heildarútkoman yrði. Þess vegna haga hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar málum þannig að fela ákveðnum fulltrúum að dekka femínísk áherslumál á opinberum vettvangi á meðan aðrir sinna hinum hefðbundnu viðfangsefnum. Þessir tilteknu fulltrúar njóta trausts og hyllis meðal femínískra kjósenda en mæta líka mótlæti hinna. Sem einstaklingar. Aleinir. Engir af hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum hafa talað einum rómi um róttækustu kvenfrelsisáherslurnar. Aðeins einn frambjóðandi Samfylkingarinnar hefur farið í viðtöl í fjölmiðlum vegna mikilvægis þess að standa með þolendum heimilisofbeldis gegn ásökunum um tálmanir. Kolbrún Halldórsdóttir var sú eina sem rökstuddi bann við kaupum á vændi á opinberum vettvangi. Sjálf hef ég oft upplifað mig aleina þegar ég hef talað fyrir umdeildum umbótum í þágu kvenna, sérstaklega í umræðum um klámvæðingu og kynbundið ofbeldi. Stuðningurinn er á persónulegum nótum, en samherjarnir þora sjaldan að styðja konurnar á opinberum vettvangi, hvað þá að taka slaginn með þeim.Kvennahreyfing Þá erum við komin að sérstöðu Kvennahreyfingarinnar. Hún snýst nefnilega ekki endilega um að fjölga konum í borgarstjórn heldur snýst hún um að fjölga þeim röddum sem þora, geta og vilja. Þar er komið fram heilt stjórnmálaafl sem er tilbúið í sameiningu að taka þessi erfiðu mál í fangið, þar sem þær eru tilbúnar að tala allar og styðja hverja aðra þegar á móti blæs, jafnt opinberlega sem persónulega. Þær styðja ekki bara hverja aðra, heldur líka hinar femínísku konurnar, sama hvar í flokki þær standa. Það er eftirtektarvert að Kvennahreyfingin lýsti opinberlega yfir stuðningi við Heiðu Björgu þremur dögum á undan hennar eigin flokki. Það er eftirtektarvert hvernig allir frambjóðendur Kvennahreyfingarinnar hafa staðið með Nichole Leigh Mosty gegn tilraunum til að draga úr femínískum trúverðugleika hennar í umræðum á samfélagsmiðlum. Kvennahreyfingin reynir ekki að þykjast vera annað en hún er og móta sér stefnu í samfélagslega samþykktum málaflokkum. Kvennahreyfingin var sett á laggirnar til að koma á femínískum umbótum í samfélaginu, hún er tilbúin til að standa og falla með þeim áherslum sínum og hún yrði gríðarlega mikilvægur liðsauki fyrir fólkið sem ég lýsti hér að ofan, næði hún kjöri í borgarstjórn á laugardag. Sem fyrrverandi borgarfulltrúi og femínískur aktívisti án kosningaréttar í Reykjavík hvet ég fólk til að kjósa Kvennahreyfinguna. Þó ég hafi miklar mætur á femínískum frambjóðendum allra flokka er Kvennahreyfingin eina stjórnmálaaflið sem ég treysti til þess að standa við femíníska stefnuskrá sína sem heild og eina stjórmálaaflið sem ég treysti til að standa með femínísku fulltrúum hinna flokkanna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun