Draumur Söru varð að martröð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. maí 2018 18:45 Sara Björk studd af velli í Kænugarði í kvöld vísir/getty Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að upplifa einn sinn stærsta draum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Kænugarði í dag. Draumurinn breyttist hins vegar í martröð þegar Sara fór meidd af velli og horfði upp á liðsfélaga sína tapa leiknum í framlengingu. Eftir rólegan fyrri hálfleik þar sem þó var boðið upp á nokkur góð marktækifæri var markalaust í hálfleik. Lyon hafði verið sterkara liðið á vellinum en þó átti Wolfsborg góða spretti. Einn af þeim var þegar Sara Björk Gunnarsdóttir átti skalla inni í teignum en Sarah Bouhaddi, markmaður Lyon, kom út í hana. Það hefði mátt færa rök fyrir því að þar yrði dæmt víti en Jana Adamkova, tékkneski dómarinn, dæmdi ekki. Aðeins tíu mínútur voru liðnar í seinni hálfleik þegar Sara Björk lagðist í jörðina á miðjum vellinum. Hún var ein og óáreitt en virtist fá tak í lærið og féll til jarðar. Strax var ljóst að hún spilaði ekki meir og seinna kom í ljós að um meiðsli á hásin var að ræða. Meiðsli Söru Bjarkar virtust slá Wolfsburg aðeins út af laginu og Lyon komust í fleiri og betri færi. Vörn Wolfsburg er hins vegar sterk og hvorugu liði tókst að skora í venjulegum leiktíma. Í framlengingunni dró svo heldur betur til tíðinda. Pernille Harder kom Wolfsburg yfir strax á 93. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak. Hún fær reyndar hjálp frá Wendie Renard, skotið fer af henni og í nærhornið, stefnubreytingin nóg til þess að hafa betur gegn Bouhaddi í markinu. Draumurinn var innan handar. Það vill hins vegar oft vera að í íþróttaleikjum reynast leikmenn skúrkar og Alexandra Popp verður að fá þann titil í dag. Tveimur mínútum eftir opnunarmarkið fer hún allt of seint í tæklingu og fær sitt annað gula spjald. Glórulaust þar sem hún var á spjaldi og átti aldrei séns. Wolfsburg orðnar manni færri og 25 mínútur eftir. Lyon tók sér þrjár mínútur í að nýta liðsmuninn og komast yfir. Amandine Henry kórónaði virkilega flottan leik sinn með marki á 98. mínútu og aðeins mínútu seinna var Eugenie Le Sommer búin að koma Lyon yfir. Varamaðurinn Shanice van de Sanden sem kom inn á 95. mínútu lagði upp markið og hún var ekki hætt. Franska liðið skoraði tvö mörk til viðbótar og lagði van de Sanden þau bæði upp. Hún kom rosalega fersk inn og varnarmenn Wolfsburg áttu hreinlega ekki möguleika gegn henni. Stoðsendingaþrenna í úrslitaleik Meistaradeildarinnar er ágætt á ferilskránni og mögulega ein af bestu innkomum allra tíma í fótboltasögunni. Lyon vann leikinn að lokum 1-4 og átti sigurinn fyllilega skilið. Ef það hefði þurft að velja sterkara lið eftir venjulegan leiktíma hefði Lyon líklega orðið fyrir valinu en þær frönsku voru miklu sterkari í framlengingunni og þriðji sigurinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í röð verðskuldaður. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fór meidd af velli í úrslitaleiknum Sara Björk Gunnarsdóttir meiddist illa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en lið hennar, Wolfsburg, mætir Lyon í úrslitaleiknum í Kiev. 24. maí 2018 17:44
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að upplifa einn sinn stærsta draum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Kænugarði í dag. Draumurinn breyttist hins vegar í martröð þegar Sara fór meidd af velli og horfði upp á liðsfélaga sína tapa leiknum í framlengingu. Eftir rólegan fyrri hálfleik þar sem þó var boðið upp á nokkur góð marktækifæri var markalaust í hálfleik. Lyon hafði verið sterkara liðið á vellinum en þó átti Wolfsborg góða spretti. Einn af þeim var þegar Sara Björk Gunnarsdóttir átti skalla inni í teignum en Sarah Bouhaddi, markmaður Lyon, kom út í hana. Það hefði mátt færa rök fyrir því að þar yrði dæmt víti en Jana Adamkova, tékkneski dómarinn, dæmdi ekki. Aðeins tíu mínútur voru liðnar í seinni hálfleik þegar Sara Björk lagðist í jörðina á miðjum vellinum. Hún var ein og óáreitt en virtist fá tak í lærið og féll til jarðar. Strax var ljóst að hún spilaði ekki meir og seinna kom í ljós að um meiðsli á hásin var að ræða. Meiðsli Söru Bjarkar virtust slá Wolfsburg aðeins út af laginu og Lyon komust í fleiri og betri færi. Vörn Wolfsburg er hins vegar sterk og hvorugu liði tókst að skora í venjulegum leiktíma. Í framlengingunni dró svo heldur betur til tíðinda. Pernille Harder kom Wolfsburg yfir strax á 93. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak. Hún fær reyndar hjálp frá Wendie Renard, skotið fer af henni og í nærhornið, stefnubreytingin nóg til þess að hafa betur gegn Bouhaddi í markinu. Draumurinn var innan handar. Það vill hins vegar oft vera að í íþróttaleikjum reynast leikmenn skúrkar og Alexandra Popp verður að fá þann titil í dag. Tveimur mínútum eftir opnunarmarkið fer hún allt of seint í tæklingu og fær sitt annað gula spjald. Glórulaust þar sem hún var á spjaldi og átti aldrei séns. Wolfsburg orðnar manni færri og 25 mínútur eftir. Lyon tók sér þrjár mínútur í að nýta liðsmuninn og komast yfir. Amandine Henry kórónaði virkilega flottan leik sinn með marki á 98. mínútu og aðeins mínútu seinna var Eugenie Le Sommer búin að koma Lyon yfir. Varamaðurinn Shanice van de Sanden sem kom inn á 95. mínútu lagði upp markið og hún var ekki hætt. Franska liðið skoraði tvö mörk til viðbótar og lagði van de Sanden þau bæði upp. Hún kom rosalega fersk inn og varnarmenn Wolfsburg áttu hreinlega ekki möguleika gegn henni. Stoðsendingaþrenna í úrslitaleik Meistaradeildarinnar er ágætt á ferilskránni og mögulega ein af bestu innkomum allra tíma í fótboltasögunni. Lyon vann leikinn að lokum 1-4 og átti sigurinn fyllilega skilið. Ef það hefði þurft að velja sterkara lið eftir venjulegan leiktíma hefði Lyon líklega orðið fyrir valinu en þær frönsku voru miklu sterkari í framlengingunni og þriðji sigurinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í röð verðskuldaður.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fór meidd af velli í úrslitaleiknum Sara Björk Gunnarsdóttir meiddist illa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en lið hennar, Wolfsburg, mætir Lyon í úrslitaleiknum í Kiev. 24. maí 2018 17:44
Sara Björk fór meidd af velli í úrslitaleiknum Sara Björk Gunnarsdóttir meiddist illa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en lið hennar, Wolfsburg, mætir Lyon í úrslitaleiknum í Kiev. 24. maí 2018 17:44