Að tala upp samfélag Birna Lárusdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar