Reykjavík til framtíðar Eyþór Arnalds skrifar 10. maí 2018 10:00 Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun