Val verður vald þegar þú bætir við D-i Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. maí 2018 11:37 Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar