Samkeppni á jafnréttisgrundvelli Margrét Gísladóttir skrifar 12. maí 2018 10:19 Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun