Höfum opið Orri Hauksson skrifar 17. maí 2018 07:00 Við viljum geta tengst netinu hvenær og hvar sem er. Ef okkur dettur í hug að koma myndefni til vina – eða verða okkur úti um sjónvarpsefni, upplýsingar eða tónlist – viljum að geta treyst á að komast samstundis í traust samband. Aðgangstækin okkar eru síminn, tölvan, sjónvarpið, úrið og alls konar búnaður. Á næstu árum munum við tala íslensku við tækin okkar. Þau munu auk þess sjálf eiga samskipti innbyrðis. Við erum þannig hreint ekki komin á neina endastöð þróunar, en erum þegar góðu vön. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland nú með bestu tækniinnviði landa heims. Opinberir aðilar eiga hluta þeirra innviða sem lagðir eru í jörðu. Síðastliðna tvo áratugi hefur Reykjavíkurborg gegnum dótturfélög sín varið um 30 milljörðum á núvirði til að leggja ljósleiðara inn í hús á suðvesturhorninu. Nú eru að koma kosningar. Áhugavert er að vita skoðun frambjóðenda á því hvort megi opna þessar fjarskiptalagnir almennings. Það er skoðun undirritaðs að þessir innviðir ættu að vera opnir fyrir allar útgáfur af þjónustufyrirtækjum sem vilja keppa um hylli fólks fyrir stafrænar lausnir. Nú er staðan sú að þegar borgarfyrirtækið er beðið að opna á og leigja út þann óvirka aðgang að innviðum sem önnur sveitarfélaganet á Íslandi og í Evrópu veita, er komið að lokuðum dyrum. Einungis er veitt ein leið inn í kaplana, um þeirra eigin miðlægu heildaruppsetningu og endabúnað. Allt eða ekkert. Þessir afarkostir eru óvenjulegir og óhagkvæmir. Tvíverknaður, umhverfisrask og sóun eru meðal afleiðinganna. Lokunin heldur aftur af þróunarmöguleikum, sem opið fyrirkomulag leysir úr læðingi. Síminn á ekki kost á nýta þessa tugmilljarða fjárfestingu almennings á meðan þetta lokaða fyrirkomulag er við lýði. Í mörgum hverfum og bæjarfélögum kemur þetta ekki að sök, þar sem mun fleiri en Orkuveitan leggja fjarskiptanet og ljósleiðara á Íslandi. Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Við viljum geta tengst netinu hvenær og hvar sem er. Ef okkur dettur í hug að koma myndefni til vina – eða verða okkur úti um sjónvarpsefni, upplýsingar eða tónlist – viljum að geta treyst á að komast samstundis í traust samband. Aðgangstækin okkar eru síminn, tölvan, sjónvarpið, úrið og alls konar búnaður. Á næstu árum munum við tala íslensku við tækin okkar. Þau munu auk þess sjálf eiga samskipti innbyrðis. Við erum þannig hreint ekki komin á neina endastöð þróunar, en erum þegar góðu vön. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland nú með bestu tækniinnviði landa heims. Opinberir aðilar eiga hluta þeirra innviða sem lagðir eru í jörðu. Síðastliðna tvo áratugi hefur Reykjavíkurborg gegnum dótturfélög sín varið um 30 milljörðum á núvirði til að leggja ljósleiðara inn í hús á suðvesturhorninu. Nú eru að koma kosningar. Áhugavert er að vita skoðun frambjóðenda á því hvort megi opna þessar fjarskiptalagnir almennings. Það er skoðun undirritaðs að þessir innviðir ættu að vera opnir fyrir allar útgáfur af þjónustufyrirtækjum sem vilja keppa um hylli fólks fyrir stafrænar lausnir. Nú er staðan sú að þegar borgarfyrirtækið er beðið að opna á og leigja út þann óvirka aðgang að innviðum sem önnur sveitarfélaganet á Íslandi og í Evrópu veita, er komið að lokuðum dyrum. Einungis er veitt ein leið inn í kaplana, um þeirra eigin miðlægu heildaruppsetningu og endabúnað. Allt eða ekkert. Þessir afarkostir eru óvenjulegir og óhagkvæmir. Tvíverknaður, umhverfisrask og sóun eru meðal afleiðinganna. Lokunin heldur aftur af þróunarmöguleikum, sem opið fyrirkomulag leysir úr læðingi. Síminn á ekki kost á nýta þessa tugmilljarða fjárfestingu almennings á meðan þetta lokaða fyrirkomulag er við lýði. Í mörgum hverfum og bæjarfélögum kemur þetta ekki að sök, þar sem mun fleiri en Orkuveitan leggja fjarskiptanet og ljósleiðara á Íslandi. Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið.Höfundur er forstjóri Símans
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun