Rangfærslur um Backroads leiðréttar Tom Hale skrifar 17. maí 2018 07:00 Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun