Geta skimanir skaðað? Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun