Hvaða þýðingu hefur vaxandi rekstrarafgangur? Elvar Orri Hreinsson skrifar 9. maí 2018 12:08 Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun