Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:00 Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun