Körfubolti

LeBron og félagar töpuðu fyrir Pacers

Dagur Lárusson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu fyrir Indiana Pacers í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í nótt.

Í síðasta leik liðanna jafnaði Cleveland stöðuna í einvíginu og voru því bæði lið komin með einn sigur fyrir leikinn. Þrátt fyrir tapið þá var það Cleveland sem var með forystuna nánast allan leikinn og fór t.d. með forystuna í hálfleikinn 57-40.

Liðsmenn Pacers mættu hinsvegar tvíelfdir í seinni hálfleikinn og náðu að minnka forystu Cleveland í sex stig í þriðja leikhlutanum.

Í fjórða leikhlutanum skoraði svo Pacers 29 stig gegn aðeins 21 frá Cleveland og urðu því lokatölur 92-90 fyrir Pacers.

Lebron James var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Bojan Bogdanovic var stigahæsti leikmaður Pacers og leiksins í heild sinni með 30 stig.

Liðsmenn Washington Wizards komu í veg fyrir það að þeir væru komnir undir 3-0 í viðreign sinni við Toronto Raptors.

Raptors var komið í 2-0 forystu í einvíginu og þarf því tvo sigra til viðbótar til þess að komast áfram. Það var þó ekki sigur sem kom í nótt þar sem Washington Wizards spiluðu vel og var John Wall þar í aðalhlutverki en hann skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar. Lokatölur í þessum leik voru 122-103.

Þriðji og síðasti leikur næturinnar var viðureign Boston Celtics og Milwaukee Bucks þar sem Bucks gerðu slíkt hið sama og Washington og komu í veg fyrir það að vera komnir undir 3-0 í viðureign sinni.

Khris Middleton var stigahæstur í liði Bucks með 23 stig á meðan Greg Monroe var stigahæstur hjá Celtics með 15 stig.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers.

NBA

Tengdar fréttir

Skotsýning LeBron jafnaði metin fyrir Cleveland

Cleveland Cavaliers jafnaði einvígi sitt við Indiana Pacers í úrslitum Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. LeBron James fór á kostum í liði Cavaliers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×