Engin ný viðskipti fyrr en að loknum úttektum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Fjármálaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við eftirlit Borgunar með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/ernir Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00
Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00