Bein leið og gatan liggur greið – eða hvað? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 07:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Vegtollar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun