Fólk eins og ég og þú Sif Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2018 09:46 Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar