Útivistarsvæði og útsýni eða ný úthverfi? Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 16. apríl 2018 15:55 Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun