Körfubolti

Systurnar spila tvisvar í dag: „Myndi segja að ég væri betri"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mætast í leik Hauka og Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld. Helena er í lykilhlutverki hjá Haukum á meðan Guðbjörg er fyrirliði Vals.

„Það þýðir ekkert annað. Þetta byrjar ekkert fyrr en í kvöld svo það er sama hvað maður gerir fyrir það,” sagði Helena þegar Arnar Björnsson hitti þær rétt eftir hádegi í dag, en þá voru þær að spila. Hvor er betri?

„Ég myndi segja að ég væri betri. Hún á líka barn og það jafnar þetta kannski aðeins út,” sagði Guðbjörg. Leikurinn í kvöld er afar þýðingarmikill.

„Við förumm inn í leikinn til að sigra hann. Við vitum að þetta verður hörkuleikur og við erum búnir að vera „sloppy” undanfarið ár, en vonandi tökum við okkur til og getum spilað almennilega í kvöld,” sagði Helena.

„Ég held að við komum rétt stemmdar inn í leikinn og með hausinn réttstilltan og spilum góða vörn. Líka duglegar, það er það sem skiptir máli,” sagði Guðbjörg.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×