Despacito á Íslandi Heiðar Guðjónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar