Despacito á Íslandi Heiðar Guðjónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar