Körfubolti

Febrúarmánuður var sögulegur hjá LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James náði þrennu í nótt í síðasta leik sínum í febrúar og það þýddi að þessi mánuður var einstakur á hans langa og glæsilega ferli.

LeBron James gulltryggði með þessu að hann var með þrennu að meðaltali í leik í febrúar. Því hafa aðeins þrír aðrir leikmenn afrekað í sögu NBA-deildarinnar.

LeBron James var með 31 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í sigurleik Cleveland Cavaliers á móti Brooklyn Nets.







LeBron James endaði febrúarmánuð þar með með 27 stig, 10,5 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum en eins og flestir vita þá skipti Cleveland stórum hluta liði síns út í þessum mánuði.

James komst þar með í úrvalshóp með þeim Oscar Robertson, Russell Westbrook og Wilt Chamberlain. Russell Westbrook er náttúrulega enn að spila en hinir spiluðu á sjöunda og áttunda áratugnum.

Cleveland yngdi vel upp í leikmannahópnum í leikmannaskiptunum í febrúar og það passaði vel fyrir LeBron James að fá fríska fætur í kringum sig. James var sjálfur með 54,6 prósent skotnýting í þessum tíu leikjum.







Leikir LeBron James í febrúar 2018:

11 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar á móti Houston (tap)

25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar á móti Orlando (tap)

37 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar á móti Minnesota (sigur)

22 stig, 12 fráköst og 19 stoðsendingar á móti Atlanta (sigur)

24 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar á móti Boston (sigur)

37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar á móti Oklahoma City (sigur)

32 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á móti Washington (tap)

18 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Memphis (sigur)

33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar á móti San Antonio (tap)

31 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Brooklyn (sigur)







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×